sunnudagur, 9. september 2007

Ný vinna::::)))))

Hæ hó allir saman. Guð er góður. Ég var að byrja í nýrri vinnu og er að fíla hana mjög vel. Ég er að vinna á leikskóla sem heitir Seljakot og það er frábært. Rosalega sætir krakkar og skemmtilegar og fínar konur sem ég vinn með. Ég er að vinna á deildinni með elstu börnin og það er svo gaman. Börn eru svo einlæg og falleg. Mér líður voðalega vel þarna. Annars gengur lífið bara alveg rosalega vel og mér líður vel. Stelpurnar koma til mín á morgun og þá verður fjör hjá mér:) Ég fór á svooo skemmtilega tónleika í gær með gospelkór Fíló og það var svo mikið fjör og skemmtilegheit og margir góðir að syngja. Edgar söng og Maríanna frænka, Hrönn og Hörður og fleira hæfileikafólk. Mjög skemmtilegt bara. Samkoman áðan var svo líka alveg svakalega góð og skemmtileg. Ég er orðin hálfsamkomusjúk. Ég eyddi svo mörgum árum í að mæta á samkomur og taka ekki þátt að núna er ég bæta upp fyrir glataðar samkomur. Ef þið skiljið. Vá ritræpa. Á föstudagskvöldið fór ég á unglingasamkomu og það var svooo gaman. Unglingasönghópurinn er svo góður og skemmtilegur og allir svo hressir og sætir að það er ekki hægt að taka ekki þátt. Unnar Gísli predikaði og mikið er maðurinn skemmtilegur og fyndinn. En það var gaman að heyra hvað hann hafði að segja og syngja.

Núna er ég hjá pabba og mömmu, ég ætlaði á Ung samkomu í Samhjálp en var dobbluð hingað austur og hér er notalegt samfélag. Kiddi frændi er líka hérna. Hann var að skila mótorhjólinu hans pabba en hann "passaði" það á meðan pabbi og mamma voru á Mallorka:) Jæja, ætla að hætta núna. Ég er nefnilega orðin þekkt fyrir það að fara ALLTAF í tölvuna þegar ég kem til p&m eða til Eyglóar því ég er ekki með netið heima hjá mér. En ég vona að vikan ykkar verði góð og gangið á Guðs vegi, það er langbest. Love U all og ég meina það!!!! Arnan og allir englarnir:)