miðvikudagur, 24. desember 2008

Jólin eru komin..



...einu sinni enn. Voðalega á ég bágt með að trúa þessum orðum mínum. En þau eru víst staðreynd. Ég sit hérna í efri stofunni hjá pabba og mömmu og stelpurnar horfa á jólabarnatímann og ég blogga á meðan. Mér finnst svolítið fyndið að hugsa til þess hvað er stutt síðan ég var í þeirra sporum. Að bíða og bíða eftir að tíminn líði. Þær fengu bækur í skóinn og Sara Ísold var alveg heilluð af hæfileikum sveinka sem hafði skrifað jólamiða til þeirra með pakkanum. Ég fékk líka bók í skóinn, það er bókin, "Sá einhverfi og við hin" og ég er mjög spennt að byrja að lesa hana. Ég er núna að klára að lesa bókina um einhverfu og hún er mjög áhugaverð og svarar mörgum af mínum spurningum sem ég hef haft. Mér hefur reyndar reynst það erfið lesning því ég er einhvern veginn að átta mig á að Danía Rut verður alltaf einhverf, ein sein að fatta;) En já, jólin alveg að koma, það er alveg rosalega jólalegt hérna hjá pabba og mömmu og hérna líður okkur svakalega vel. Þau eru svo höfðingleg að hafa boðið okkur að vera hjá sér um jólin síðan leiðir okkar Davíðs skildu.

Þegar ég lít til baka yfir árið, þá er ég svo þakklát ofar öllu fyrir fjölskylduna mína, þá er ég að meina þá alveg nánustu, þau eru alveg dásamleg og hafa staðið með mér í gegnum súrt og sætt og verið tilbúin með faðminn og öxl og uppörvunarorð þegar lífið var erfitt. Ekki allir svona blessaðir. Svo eru þau auðvitað ótrúlega fyndin og skemmtileg og alltaf gaman að vera með þeim. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra, ég ætla að fara að kúra með stelpunum mínum í sófanum og horfa með þeim á jólabarnatímann, svo er það jólabaðið þeirra á eftir. Njótið jólanna og ekki spara að knúsa fólk, það er svo notalegt svona á jólunum. Guð geymi ykkur öll sem lesið:) Kær hátíðarkveðja, Arna, Danía Rut, Sara Ísold og Þórey Erla:):):)

mánudagur, 13. október 2008

Lífið...


...er FRÁBÆRT:) Ég er nýbúin að eignast yndislega fallega frænku og hún heitir Erla Rakel. Eygló og Bjössi eru alveg í skýjunum með hana og það er sko ekki skrýtið enda skvísan "made in heaven" Ég er alveg hrikalega hamingjusöm eitthvað. Guð er svo góður við mig og ég elska hann svooo mikið. Stelpunum mínum gengur vel í skólanum og leikskólanum og mér finnst lífið leika við mig. Ég er farin að vera í barnastarfinu í Mozaik annan hvern sunnudag og það er mjög gefandi. Og í leiðinni eru stelpurnar farnar að fara líka í barnastarf í Mozaik. FRÁBÆRT:) Æ mig langaði bara aðeins að blogga og tjá ykkur hamingju mína. Á þessum krepputímum þá hef ég það svo gott. Ég á notalegt heimili þó það sé í "sardínudósastærð" hehehe, kannski ekki alveg. En líf mitt er svo uppfullt af Guðs blessunum að það hálfa væri gomma. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ég bið ykkur öllum Guðs blessunar og munið að hann skapaði ykkur og elskar ykkur eins og þið eruð. Knús og elsk. Arnan

föstudagur, 25. júlí 2008

Afmæli:)


Í gær varð hún Danía Rut mín 6 ára. Alveg með ólíkindum hvað tíminn flýgur á undan manni. Mér finnst alveg ótrúlegt að ég eigi barn sem er að fara að byrja í skóla. En mikið hlakka ég samt til að fara að kaupa allt skóladótið með henni og upplifa spenninginn með henni. Hún Danía Rut er svo mikið yndigull og ég er svo yfirmáta stolt af henni. Stundum finnst mér eins og hjartað mitt sé við það að springa, ég elska hana svo mikið. Og auðvitað systur hennar líka:)
Ég sit hérna heima hjá pabba og mömmu og ég var að enda við að klára að taka saman með frábærri hjálp frá mömmu. Ég er svo heppin að fá að halda afmæli stelpnanna minna hérna í Húsinu við ána þar til ég flyt í stærra húsnæði. Það er blessun:) Ekki eru allir eins blessaðir og ég með foreldra sem hjálpa svona vel til:) En jæja ég ætlaði ekki að hafa þetta blogg langt. Langaði bara aðeins að skrifa hérna inn í tilefni af afmælinu:) Guð geymi og blessi margfalt alla sem lesa. Ef einhverjir eru;) Arna, stooolta mamman:)

sunnudagur, 4. maí 2008

KRÚTT....




Verð að segja ykkur frá svo krúttlegu sem ég varð vitni að um daginn:) Hún Sara Ísold mín sagði við mig eitt kvöldið, "mamma ég ætla að biðja núna" og ég leyfði henni það auðvitað. Hún labbaði að rúminu hennar Þóreyjar Erlu og segir svo "Söður heilags anda amen" og í leiðinni bandar hún höndunum yfir ÞE. Sama gerði hún við Daníu Rut, prílaði upp í til hennar og svo gerði hún þetta líka við sjálfa sig þegar hún var lögst. Það sem mín skvísa var að gera var að signa sig og systur sínar. Pabbi þeirra gerir þetta alltaf áður en þær fara að sofa og segir þá "í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda" En mér finnst útgáfan hennar Söru Ísoldar miklu flottari. Þetta allavega bræddi mig alveg, fór næstum að skæla yfir því hvað ég á æðislegar dætur;)

Jæja ég er hérna á Selfossi hjá pabba og mömmu eina ferðina enn:) Var á UNG samkomu áðan og vá hvað hún var góð. Langt síðan ég fór síðast. Verð að fara að fara oftar. Jæja svefninn bíður og draumalandið:) Gangið með Guði, það er best. Hrúga af ást, Arna

fimmtudagur, 20. mars 2008

Móðursystir:):)

Ég er að fara að verða móðursystir í 4. skipti:):) Í september ætla nefnilega Eygló mín og Bjössi að eignast sitt fyrsta barn. Mikið hlakka ég til að sjá hana Eygló blómstra og fá kúlu og svo verður auðvitað æðislegt þegar krílið fæðist. Þetta er bara alveg æðislegt og frábærar fréttir sem ég er reyndar lööngu búin að frétta af:):) En mig langaði nú bara að óska þeim til hamingju hérna á veraldarvefnum:) Ég er núna stödd hjá pabba og mömmu, enn og aftur, ég veit ég er oft hérna. Það er bara svo notalegt og minna einmanalegt þegar stelpurnar eru hjá pabba sínum. Ég hef það notalegt að vanda. Var að horfa á eina og hálfa mynd með Hrund og Theu. Önnur heitir "Bug" og ég mæli sko ekki með henni. Hef aldrei horft jafn leiðinlega mynd og tilgangslausa og skrýtna. Hin heitir "Bridge to Terabithia" og hún er voða krúttleg, svona ævintýramynd, við ætlum að klára hana á morgun. En jæja, mínir ástkæru lesendur, eða sko þið 2 sem kíkið hingað, ég óska ykkur gleðilegra páska og njótið samveru við fjölskyldu og vini:) Love, love, love, Arnan

föstudagur, 7. mars 2008

Penni og gat og fata sem lak...

Fata sem lak og penni og gat:) Ég hef ekki verið í miklu bloggstuði undanfarnar vikur á þessu ári. Ástæðan er mjög einföld, mér finnst ég yfirleitt ekki hafa frá neinu sérstöku að segja svo þá er betra að þegja. Er það ekki annars? En ég var á alveg mögnuðu móti síðustu helgi í Kirkjulækjarkoti. Ég fæ alltaf nostalgíukast að keyra upp í Kot því afi og amma áttu auðvitað heima þarna og ég kom svo oft þangað sem barn og svo líka sem unglingur á mót. Svo það rifjast alltaf upp fyrir mér skemmtilegar minningar að koma í Kotið.

Ég var að rifja það upp ásamt systrum mínum og pabba og mömmu um daginn að þegar við vorum litlar og heimsóttum afa og ömmu þá gistum við alltaf í kjallaranum. Og þar var hauskúpa sem við systurnar vorum allar svo hræddar við en engin okkar sagði pabba eða mömmu frá því. Þau voru bara að frétta þetta núna um daginn. En þessi hræðilega hauskúpa var bara úr plasti svo óttinn var ásæðulaus en kannski skiljanlegur hjá svona krílum eins og við vorum. Æ það er svo gaman að rifja upp gamlar minningar og ylja sér við þær. Hvað lífið var nú notalegt og áhyggjulaust þegar maður var barn.

Ég átti afmæli síðustu helgi og þegar ég kom heim til pabba og mömmu af mótinu sem ég nefndi áðan þá var það fyrsta sem Danía Rut sagði við mig, "mamma þú afmæli í dag" og svo bætti hún við stuttu seinna, "ég sakkaði þín" og jiminn það runnu bara tár. Þær eru svo miklir gleðigjafar í lífi mínu þessar elskur. En þær voru semsagt í pössun hjá pabba og mömmu meðan ég var á mótinu.

Annað gullkorn sem ég verð að deila með ykkur, en það kom frá henni Þóreyju Erlu minni. Ég var með brokkolísúpu í matinn um daginn og hún er að borða og tekur allt í einu brokkolí út úr sér og kíkir á það og segir svo, "blóm, ég ðið ekki" Ekkert smá sætt:)

Svo var það Sara Ísold sem var að klaga Þóreyju Erlu fyrir að lemja Daníu Rut, hún kom til mín og sagði mér sko allt sem gerðist, fór svo aftur til systra sinna og sagði við DR, "Gráttu meira" mér fannst það alveg ofsalega fyndið. Eins og ég myndi bara hugga Dr ef hún gréti meira. Hehe.

En svona er lífið yndislegt. Núna er það reyndar aðeins minna æðislegt en það er venjulega því ég er veik, með hita og hor og allt heila klabbið. Þarf að fella niður afmælið mitt vegna veikinda:( Eini ljósi punkturinn í því að vera veik er að ég er veik heima hjá pabba og mömmu á Selfossi og það er miklu notalegra en að vera ein heima. Ég ætlaði að fara á samkomu í Kærleikanum í kvöld með Hrund og Theu en ég kíki bara seinna með þeim skvísum. Þær lofuðu að skemmta sér fyrir mig líka:) Jæja, ég ætla að fara að hætta þessu masi, ég bið ykkur öllum Guðsblessunar. Það er að segja þeim sem enn kíkja hingað inn í von um nýtt blogg. Ást á alla, Arnan

þriðjudagur, 1. janúar 2008

Nýtt ár!!!


Já árið 2008 bara gengið í garð. Ég horfði á gamla árið “hverfa” í sjónvarpinu í gær og það nýja að koma. Mér finnst það alltaf svolítið skrýtin tilfinning þegar eitt ár kveður og annað heilsar.

En árið 2007 var bara ágætisár fyrir mig. Það sem stendur eiginlega uppúr hjá mér er þegar hún Danía Rut mín fékk greiningu í júní. Það var rosalega gott að fá á hreint hvort hún væri einhverf eða hvort það var e-ð annað. Alltaf vont að vera í óvissu svo þetta var mjög gott mál:) Hún stendur sig alveg svakalega vel stóra gullið mitt ég er endalaust stolt af henni. Hún er farin að skrifa nafnið sitt og kann að stafa það og skrifa það á tölvu og kann að skrifa “mamma” og “pabbi” og hún er mikil Guðsgjöf til mín:)

Sara Ísold er algjör snillingur og er algjör knúsukerling og alltaf að segja mér að ég sé vinkona hennar og að hún elski mig allan hringinn. Ekki amalegt að eiga svona ástarjátningavél heima hjá sér. Hún er bara yndisleg og þroskast vel og fylgir jafnöldrum sínum alveg. Hún passar mjög upp á systur sínar og stundum, (einstaka sinnum) þegar ég skil ekki hvað Þórey Erla er að segja þá er hún að túlka það:) Hún er svo mikið æði og ég er svo þakklát Guði fyrir hana.

En hún Þórey Erla litla skottan mín hefur þroskast alveg ótrúlega mikið á árinu. Hún er farin að tala alveg ótrúlega mikið og farin að leika með dúkkur og svæfir þær og gefur þeim að borða og er alveg ekta mamma. Það er ekki óalgeng sjón að sjá hana halda á dúkkustráknum sínum með sæng að sussa svo hann sofni örugglega. Hún er algjört yndigull sem bræðir mann mjög auðveldlega. Guðs blessun út í gegn:)

Eins og þið hafið kannski fattað núna að þá er ég mjög blessuð kona. Ég á 3 alveg hreint fallegustu, yndislegustu, bestu og frábærustu dætur í heiminum. Og Guð gaf mér þær. Ég er líka svo þakklát Guði fyrir fólkið mitt, pabba og mömmu sem eru alltaf til staðar fyrir mig og ég á alltaf knús hjá þeim og öxl þegar ég vil og þarf á að halda. Eygló systir er svo æðislega yndisleg og ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Hún er svo óeigingjörn að mér finnst að allir ættu að taka hana til fyrirmyndar. Hún er engillinn minn. Ég á svo góða að. Hrund æðibiti er líka alltaf eitthvað að hjálpa mér og vera vinkona mín. Það er sko ekki sjálfsagt að vera svona góðar vinkonur þó við séum systur;) Love YOU;) Írisi systur hef ég kynnst betur og betur á þessu ári og líka síðasta. Ég var alltaf með svo mikla minnimáttarkennd gagnvart henni en hún er farin. Íris er algjör gullmoli sem mér þykir svooo vænt um.

Vá ef einhver er alveg að fara að gubba af velgju þá er það allt í lagi. Ég veit að þetta er alveg yfirmáta væmið. En það er nú í lagi svona einu sinni á ári:) Er það ekki???? Mig langar að lokum að þakka öllum sem hafa kíkt hingað inn á þessu ári og hafa kíkt til mín í heimsókn. Þið eruð gullmolar. Ég ætla svo að reyna að vera dugleg á þessu ári að styrkja vinabönd og fjölskyldubönd. Ég elska ykkur, Arnan hamingjusama:)