föstudagur, 7. mars 2008

Penni og gat og fata sem lak...

Fata sem lak og penni og gat:) Ég hef ekki verið í miklu bloggstuði undanfarnar vikur á þessu ári. Ástæðan er mjög einföld, mér finnst ég yfirleitt ekki hafa frá neinu sérstöku að segja svo þá er betra að þegja. Er það ekki annars? En ég var á alveg mögnuðu móti síðustu helgi í Kirkjulækjarkoti. Ég fæ alltaf nostalgíukast að keyra upp í Kot því afi og amma áttu auðvitað heima þarna og ég kom svo oft þangað sem barn og svo líka sem unglingur á mót. Svo það rifjast alltaf upp fyrir mér skemmtilegar minningar að koma í Kotið.

Ég var að rifja það upp ásamt systrum mínum og pabba og mömmu um daginn að þegar við vorum litlar og heimsóttum afa og ömmu þá gistum við alltaf í kjallaranum. Og þar var hauskúpa sem við systurnar vorum allar svo hræddar við en engin okkar sagði pabba eða mömmu frá því. Þau voru bara að frétta þetta núna um daginn. En þessi hræðilega hauskúpa var bara úr plasti svo óttinn var ásæðulaus en kannski skiljanlegur hjá svona krílum eins og við vorum. Æ það er svo gaman að rifja upp gamlar minningar og ylja sér við þær. Hvað lífið var nú notalegt og áhyggjulaust þegar maður var barn.

Ég átti afmæli síðustu helgi og þegar ég kom heim til pabba og mömmu af mótinu sem ég nefndi áðan þá var það fyrsta sem Danía Rut sagði við mig, "mamma þú afmæli í dag" og svo bætti hún við stuttu seinna, "ég sakkaði þín" og jiminn það runnu bara tár. Þær eru svo miklir gleðigjafar í lífi mínu þessar elskur. En þær voru semsagt í pössun hjá pabba og mömmu meðan ég var á mótinu.

Annað gullkorn sem ég verð að deila með ykkur, en það kom frá henni Þóreyju Erlu minni. Ég var með brokkolísúpu í matinn um daginn og hún er að borða og tekur allt í einu brokkolí út úr sér og kíkir á það og segir svo, "blóm, ég ðið ekki" Ekkert smá sætt:)

Svo var það Sara Ísold sem var að klaga Þóreyju Erlu fyrir að lemja Daníu Rut, hún kom til mín og sagði mér sko allt sem gerðist, fór svo aftur til systra sinna og sagði við DR, "Gráttu meira" mér fannst það alveg ofsalega fyndið. Eins og ég myndi bara hugga Dr ef hún gréti meira. Hehe.

En svona er lífið yndislegt. Núna er það reyndar aðeins minna æðislegt en það er venjulega því ég er veik, með hita og hor og allt heila klabbið. Þarf að fella niður afmælið mitt vegna veikinda:( Eini ljósi punkturinn í því að vera veik er að ég er veik heima hjá pabba og mömmu á Selfossi og það er miklu notalegra en að vera ein heima. Ég ætlaði að fara á samkomu í Kærleikanum í kvöld með Hrund og Theu en ég kíki bara seinna með þeim skvísum. Þær lofuðu að skemmta sér fyrir mig líka:) Jæja, ég ætla að fara að hætta þessu masi, ég bið ykkur öllum Guðsblessunar. Það er að segja þeim sem enn kíkja hingað inn í von um nýtt blogg. Ást á alla, Arnan

2 ummæli:

Erling.... sagði...

Gaman að sjá nýja færslu hjá þér ljúfan. Já börnin eru miklir gleðigjafar (tala af langri reynslu) Vonandi batnar þér fljótt.
LU þinn Pabbi

Eygló sagði...

*Oh bráðn* þú átt svo sætar stelpur :) sæt ÞE með brokkólíið að kalla það blóm :):) Hehe.. Hlakka til að hitta þig næst og sætu stelpurnar þínar! Kveðja Eygló uppáhalds :)