föstudagur, 28. desember 2007

Mér líður vel..




.. Jólin búin að vera alveg æðisleg. Ég er búin að vera hérna hjá pabba og mömmu síðan á þorláksmessu og það er búið að vera frábært. Pabbi og mamma eru svo frábær að ég á varla orð til að lýsa því. Þau eru svona fólk sem mér finnst alltaf gaman að hitta og spjalla við um heima og geima. Allavega, ég er búin að hafa það stórgott ásamt mínum yndisfögru dætrum hérna í Húsinu við ána:) Á annan í jólum fékk ég reyndar gubbupest og þá sá mamma um stelpurnar, kom þeim í háttinn og svona með hjálp frá Hrund og Theu yndigullunum mínum:) Takk stelpur, love you;) Hún Thea er svo að fara heim til sín til Sverige eftir svona hálftíma og ég mun sakna hennar. Hún er svo yndisleg:) En nóg um væmni. Við Hrund skelltum okkur í bíó í gær og fórum auðvitað í Selfossbíó sem er mjöög flott verð ég að segja. Með hjólastólalyftu og alles. Til fyrirmyndar bara. En við fórum á myndina Fred Clause og hún er alveg stórskemmtileg, ég skemmti mér alveg konunglega yfir henni og mig langar að eiga hana þegar hún kemur út á dvd. Alveg frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Vá nú er ég farin að hljóma eins og ég fái prósentur svo ég ætla að hætta að tala um þessa mynd;)

Í dag verður svo jólaboð hérna hjá pabba og mömmu fyrir systkini pabba og afkomendur og maka auðvitað og það eru margir búnir að tilkynna komu sína. Verður pottþétt rosalega gaman. Ég allavega hlakka mikið til. En ég vona að þið sem lesið bloggið mitt séuð búin að njóta jólanna eins og ég, með vinum og fjölskyldu sem þið elskið, það er best:) Guð gefi ykkur svo góð áramót og frábært nýtt ár:):):) Kær hátíðar og bráðum áramótakveðja, Arnan

mánudagur, 24. desember 2007

Aðfangadagur jóla...

.... er einmitt í dag og við syngjum saman lag. Þetta lag hlustaði ég alltaf á sem barn og oft löngu áður en hinn eini sanni aðfangadagur rann upp og rosalega var alltaf langt að bíða. En ekki núna, nú er tíðin önnur. Mér finnst nefnilega svo stutt síðan jólin voru síðast en ætli ég sé ekki bara að verða gömul... Stelpurnar mínar fengu Latabæjarnáttföt í skóinn og voru sko alveg himinlifandi, Þórey Erla sagði, "vá lababæ" algjör dúlla. En jólasveininn sem býr á Selfossi gaf mér bók í skóinn og það er bókin "Postulín" sem fjallar um hana Freyju sem er með genagalla sem veldur því að beinin brotna við minnsta pot. Ég hlakka mikið til að lesa hana.

En ég ætla ekki að hafa þetta langt, ég vildi bara svona aðeins skrifa smá og senda öllum sem ennþá kíkja hingað mínar kærustu jólakveðjur. Þeir sem eru vanir að fá frá mér jólakort fá þau milli jóla og nýárs, var voða sein en þau fóru í póst í gær:) Hafið það rosalega gott um jólin og Guð blessi ykkur nýja árið. Hátíðarkveðja, Arnan

laugardagur, 1. desember 2007

Lífið er svoo gott og ljúft og yndislegt og....

...Frábært. Guð er awesome. Ég fór á mót um daginn, eða um miðjan nóvember. Mótið var haldið í Kotinu, mótið fjallaði um föðurhjarta Guðs og þetta mót einkenndist af því að Guð var að snerta við fólki hægri vinstri og það var alveg yndislegt. Mér fannst líka alveg rosalega áberandi hvað var mikil eining á mótinu. Þetta var samkirkjulegt mót og fólk kom bara sem börn Guðs á þetta mót, ekki hvítasunnumenn eða krossarar eða e-ð annað. Alveg frábært bara.

Ég hef mikið farið á samkomur eftir þetta mót og og reyndar líka fyrir mótið og bara yndislegt að dvelja í nærveru Guðs. Ég fór á samkomu á mánudagskvöldið síðasta og það var alveg æðislegt. Við vorum mætt þarna svona 20 manns í Fíló og sungum fyrst lofgjörðarlög og báðum svo fyrir og með hvert öðru. Frábært hvað Guð er að gera mikla hluti.

En að öðru, jólin eru að koma og ég er farin að hlakka miiiiikið til. Stelpuskvísurnar mínar verða hjá mér og ég hlakka svoooo til. Við verðum hjá pabba og mömmu og ég veit það verður notalegt eins og alltaf hérna á Selfossi. Mamma hafði á orði um daginn að hún hlakkar til að hafa stelpurnar á aðfangadagskvöld, svo langt síðan það voru síðast börn hjá pabba og mömmu:):) Þær verða svo með Davíð yfir áramótin og fara norður.

Í gær var ég á jólagleði í vinnunni og það var alveg massa gaman. Siðasta vika var vinavika í vinnunni og þá átti ég leynivin og var leynivinur og ég gladdi vin minn á hverjum degi og ég var glödd líka. Þetta var alveg svakalega sniðugt og svona samþjappandi að hafa svona vinaviku. Vinavikan endaði svo í gær á jólagleðinni. Ég fékk alveg æðislega skál og litla skeið sem leynivinur minn leiraði. Hún heitir sko Gréta og er listakona út í gegn.

Í morgun fór ég svo á jólaföndur í leikskólanum hjá stelpunum og það var svo gaman. Alveg tilheyrandi að fara þarna og föndra og fá jólafílinginn alveg í æð. Starfsfólkið þarna er líka svo æðislegt. En núna er ég semsagt á Selfossi eins og vanalega þegar ég blogga. Hehe, enda ekki með netið heima hjá mér. Verð að fara að fá mér netið heim. Það verður geggjó gaman. Ég kann bara svo rosalega lítið á tölvur. En ég bið ykkur Guðs blessunar, þið þrjú sem kíkið ennþá hingað inn. Munið að Guð elskar ykkur ALVEG eins og þið eruð og hann hefur áætlun með líf ykkar. Hrúga af ást og hamingju til ykkar allra, Arnan

sunnudagur, 4. nóvember 2007

Hver á skuggana????


Og getiði nú..... Hehehehe.

Ég var á alveg ofsalega skemmtilegum tónleikum áðan. Gospelkór Reykjavíkur og kór frá Noregi sem heitir Brigaden voru að "performa" Mjög gaman, mér fannst reyndar einn galli og það var hvað var lítið boðið upp á að standa og dilla sér með lögunum. Það var mjög oft sem mig langaði til að standa upp en gerði það auðvitað ekki. Bara þegar hinir stóðu líka:) Hehehe. Við kíktum í Jötuna eftir tónleikana og bara gaman. Svo var ég að labba aftur upp í sal og datt svona snilldarlega í tröppunum, beyglaði skóna mína sem VORU támjóir og beyglaði líka stóru tána mína. Ekki þægilegt. En ég náði að skemmta Hrund, Eygló, mömmu og Bjössa með þessum tilþrifum mínum. Alltaf gott að geta glatt fólk.

Núna er ég bara á Selfossi og klukkan er orðin frekar margt. Ég er reyndar furðulítið syfjuð sem skýrist kannski af því að ég svaf til hálf3 í dag. Vaknaði samt fyrst hálf10 en sofnaði svo aftur ásamt Hrund sem var hjá mér. Og vá hvað þetta var notalegt. Á morgun er ég svo að fara í barnablessun hjá Emiliu sætu frænku minni en það á að blessa yfir dóttur hennar. Og það verður gert í Kotinu, gaman, gaman. Mig er lengi búið að langa til að kíkja á samkomu í Kotinu svo það verður á morgun. Alltaf gaman að koma í Kotið, ég fæ alltaf svona nostalgíu"kast" þegar ég kem þangað. Maður var jú þarna mikið þegar ég var yngri, þegar afi of amma áttu heima þarna. En ég er hætt í bili, gangið með Guði, það er best. Arnan

fimmtudagur, 18. október 2007

JÆÆÆÆÆJA..............


...Það er eiginlega lööngu kominn tími á smá blogg hjá mér. Ég er bara orðin svo agalega löt við að skrifa hugsanir og minningar niður en núna nenni ég svo hér kemur eitthvað;) Lífið undanfarið hefur bara gengið vel, ég elska nýju vinnuna mína og finnst gaman að vinna og hitta fólk og lifa. Ég er nýbúin að sitja námskeið og læra um atferlisþjálfun en það er sú þjálfun sem hún Danía Rut er byrjuð að fá. Þessi atferlisþjálfun hefur verið í þróun og noktun síðustu 4 áratugi og árangur er ótrúlegur. Á þessu námskeiði fengum við að heyra reynslusögur foreldra einhverfa barna sem fengu þessa þjálfun og vá hvað ég fylltist mikilli von að heyra sögurnar. Það var svoo mikill árangur að það var alveg frábært. En þetta er líka alveg svakalega mikil vinna. Ef barn á að ná jafnöldrum sínum í þroska, þá þarf það að fá atferlisþjálfun í 40 klst á viku í 2 ár. Og það er mjög mikil vinna en vá hvað það mun borga sig ef það þýðir að dúllan mín mun ná jáfnöldrum sínum. Framundan hjá mér er að fara á fleiri námskeið og læra meira hvernig ég get þjálfað hana og hjálpað henni að ná markmiðum sínum:)

Ég er að lesa snilldarbók sem heitir "Furðulegt háttalag hunds um nótt" þetta er alveg frábær bók. Höfundurinn er 15 ára einhverfur drengur og það er alveg svakalega gaman að lesa þessa bók og sjá hans sýn á heiminn. Mæli með að allir lesi þessa bók. Mig langar að vitna aðeins í hann, þar sem hann er að lýsa tillfinningum. Hann segir, "Tilfinningar eru ekki annað en mynd á skjánum í höfðinu á manni af því sem gerist á morgun eða á næsta ári eða af því sem hefði getað gerst í stað þess sem gerðist, og ef þetta er góð mynd, þá brosir fólk en ef hún er dapurleg grætur það." Sérstök sýn á tilfinningar en kannski svolítið rétt... Hvað finnst þér?

Jæja, ég ætla ekki bara að tala um einhverfu. Þetta bara er mér ofarlega í huga þessa dagana. En síðustu helgi hélt ég upp á afmælið hennar Þóreyjar Erlu og hélt það einmitt hérna hjá pabba og mömmu. Þau eru svo æðisleg að leyfa mér að halda upp á afmæli stelpnanna hérna þar til ég flyt í stærra. Það var frekar fámennt í afmælinu en svakalega notalegt og skemmtilegt. Við mæðgurnar gistum svo hérna í húsinu við ána. Sara Ísold var lengi búin að spyrja öðru hvoru, "mamma, hvenær ætlum við næst að sofa heima hjá afa og ömmu?" Svo það var sofið á Selfossi.

Ég er að hugsa um að hafa þetta ekkert lengra, ég er allt í einu svo tóm. Hafið það bara ofsa gott og gangið á Guðs vegi, það er best, love you ALL:) Arnan

sunnudagur, 9. september 2007

Ný vinna::::)))))

Hæ hó allir saman. Guð er góður. Ég var að byrja í nýrri vinnu og er að fíla hana mjög vel. Ég er að vinna á leikskóla sem heitir Seljakot og það er frábært. Rosalega sætir krakkar og skemmtilegar og fínar konur sem ég vinn með. Ég er að vinna á deildinni með elstu börnin og það er svo gaman. Börn eru svo einlæg og falleg. Mér líður voðalega vel þarna. Annars gengur lífið bara alveg rosalega vel og mér líður vel. Stelpurnar koma til mín á morgun og þá verður fjör hjá mér:) Ég fór á svooo skemmtilega tónleika í gær með gospelkór Fíló og það var svo mikið fjör og skemmtilegheit og margir góðir að syngja. Edgar söng og Maríanna frænka, Hrönn og Hörður og fleira hæfileikafólk. Mjög skemmtilegt bara. Samkoman áðan var svo líka alveg svakalega góð og skemmtileg. Ég er orðin hálfsamkomusjúk. Ég eyddi svo mörgum árum í að mæta á samkomur og taka ekki þátt að núna er ég bæta upp fyrir glataðar samkomur. Ef þið skiljið. Vá ritræpa. Á föstudagskvöldið fór ég á unglingasamkomu og það var svooo gaman. Unglingasönghópurinn er svo góður og skemmtilegur og allir svo hressir og sætir að það er ekki hægt að taka ekki þátt. Unnar Gísli predikaði og mikið er maðurinn skemmtilegur og fyndinn. En það var gaman að heyra hvað hann hafði að segja og syngja.

Núna er ég hjá pabba og mömmu, ég ætlaði á Ung samkomu í Samhjálp en var dobbluð hingað austur og hér er notalegt samfélag. Kiddi frændi er líka hérna. Hann var að skila mótorhjólinu hans pabba en hann "passaði" það á meðan pabbi og mamma voru á Mallorka:) Jæja, ætla að hætta núna. Ég er nefnilega orðin þekkt fyrir það að fara ALLTAF í tölvuna þegar ég kem til p&m eða til Eyglóar því ég er ekki með netið heima hjá mér. En ég vona að vikan ykkar verði góð og gangið á Guðs vegi, það er langbest. Love U all og ég meina það!!!! Arnan og allir englarnir:)

sunnudagur, 26. ágúst 2007

Gangur lífsins....

... Ég er svo mikið búin að hugsa um gang lífsins undanfarið. Við fæðumst, göngum í skóla, verðum ástfagnin, eignumst börn og hugsum um þau eða flestir gera það og á endanum deyjum við. Ég hef líka hugsað mikið um dauðann undanfarið en ekki af því mig langar að deyja, þvert á móti finnst mér lífið alveg frábært. En stundum þegar ég hugsa um þetta allt þá kemur yfir mig svona yfirþyrmandi tilfinning um að við erum öll dauðleg, það sleppur enginn. Sem betur fer þá ætla ég að fara til himna og lifi að eilífu svo ég hef ekki áhyggjur. En það er eitt sem ég hef voða mikið spáð í undanfarið, og það er hvort ég muni hitta Magga afa minn og Stínu langömmu og fólkið sem ég þekki sem er farið á undan. Mikið langar mig að vita það. Það hafa eflaust margir velt þessu fyrir sér en þetta kemur auðvitað bara í ljós. Æ ég er bara mikið búin að vera að pæla í lífinu og dauðanum undanfarið. Og mikið spáð í Guði, hvað hann er rooosalega stór. Hann veit allt um mig og þekkir mig betur en ég sjálf. Samt er ég bara ein manneskja og ekkert merkileg. Þannig sko.

Eins með ástina, ég hef mikið spáð í ástina líka. Sumir finna ástina á unglingsaldri og halda henni við og eru ástfangnir alla ævi. Ég horfi svo oft á pabba og mömmu og mér finnst þau æði. Þau eru svo ástfangin ennþá og búin að vera saman síðan þau voru 16 ára og alltaf eru þau að dekra hvort annað eins og þau geta og mér finnst það æðislegt. Ég veit að þetta er alveg yfirmáta væmið blogg en mér er alveg sama. Þetta er mín síða:)

En allavega, ég er núna á Selfossi með henni Hrund minni, pabbi og mamma eru á Mallorka að sleikja sólina og við Hrund komum hingað í gær og gistum því Hrund vantaði föt. Hún gistir sko hjá mér á meðan pabbi og mamma eru úti. Heppin ég:) Við ætlum á eftir að fara í skipið Logos og kaupa fleiri bækur og eitthvað skemmtilegt. Það er eiginlega skyldumæting að fara þangað og versla aðeins. En bara ef þú átt pening. Ekki fara annars því þá mun þig langa í svo margt! Ég ætla svo á samkomu í Fíló og ég ætla að reyna að draga systur mínar með og þeirra fólk. Ég vona að þið sem lesið hafið það gott og blessunum Guðs mætti hellidemburigna yfir ykkur. Guð er svo góður. Sjáumst svo kannski á samkomu:) Arnan

þriðjudagur, 7. ágúst 2007

Kotmót..

...var alveg frábært í alla staði. Ég mætti á svæðið á föstudagsmorgni ásamt mínum dásamlegu dætrum og við fórum beint á barnamótið. Þar var alveg rosalega gaman. Trúðar sem skemmtu börnunum og hún Danía Rut mín skemmti sér mjög vel að hlæja að þeim:) Við Davíð vorum búin að ákveða að skiptast á að hafa stelpurnar á mótinu svo við gætum bæði farið á samkomur. Það hentaði mjög vel, enda er ekki auðvelt að njóta samkomu með þrjár litlar skvísur. Á föstudagskvöldið var eiginlega samkomumaraþon hjá mér og Hrund systur, við fórum á samkomu klukkan 19.00, 22.00 og 00.00 og það var svooo gaman. Lofgjörðin var æðisleg og ég naut hverrar mínútu. Guð var að snerta við fólki hægri vinstri og það var mjög gaman að sjá og ekki var ég útundan:)

Á laugardeginum var barnasamkoma í stóra salnum og það var svooo skemmtilegt. Unglingarnir úr Fíladelfíu voru með sönginn og þau stóðu sig mjög vel, hæfileikafólk þar á ferð. Um miðjan daginn var svo karnival fyrir börnin og það var mjög vel heppnað, börnin gátu farið á hestbak og Danía Rut prófaði það. Einnig var hoppukastali og margt fleira skemmtilegt. Um kvöldið var svo fjölskyldugrill hjá Gerðu frænku og það var mjög gaman. Fórum í leiki og borðuðum saman og höfðum það bara gaman saman. Hafrún hafði skipulagt leiki og lét til dæmis pabba og systkini hans fara í leik og syngja fyrir okkur hin. Það var mjög fyndið og skemmtilegt. Frábær dagur.

Á sunnudagsmorgun var brauðsbrotning og í lofgjörðinni voru bara menn á öllum aldri og það var mjög flott. Sungnir sálmar og þetta var svona nett hátíðlegt en bara gaman að því. Sungið gömul lög og svona, smá nostalgía þar. Seinna var svo samkoma klukkan hálh5 og þar talaði maður að nafni David Campell og hann var í einu orði sagt "snillingur" ég hló svo mikið að stundum verkjaði mig í magann. Þegar hann lýsti því þegar hann hann hitti einkaþjálfarann í ræktinni og hann kynnt hann fyrir fullt af "pyntingartækjum".... Ég hló svo mikið að ég átti eiginlega hálf erfitt með mig því ég var enn að hlæja þegar allir hinir voru að klára sitt hláturkast. Þetta var mjög gaman og góð samkoma. Mamma og pabbi sátu hjá mér og ekki skemmtu þau sér minna en ég. Síðar um kvöldið var varðeldur og þar var góð stemmning og fólk sat og söng með og þetta var ofsalega skemmtilegt. Klukkan miðnætti ca voru svo tónleikar í umsjá kirkju unga fólksins. Ég heyrði að Tómas Ibsen og Guðrún Marta hefðu skipulagt þetta og þau eiga þá skilið hrós því þetta var virkilega skemmtilegt. Margir komu fram og sungu eða voru með atriði. Mér fannst voða gaman að sjá Unnar Gísla og Siggu syngja saman, þau voru eitthvað svo krúttaraleg saman. Frábær dagur alveg hreint út í gegn.

Ég fór á vitnisburðarsamkomuna á mánudagsmorgninum og það var gaman, stelpurnar voru að vísu að skottast frammi svo ég rak bara inn nefið þegar ég gat. En heyrði þónokkra vitnisburði. Guð var virkilega að starfa á þessu móti. Mér finnst einhvern veginn allir hafa verið svo blessaðir og ánægðir með mótið sem er auðvitað bara frábært. Við mæðgur komum svo við hérna hjá pabba og mömmu á Selfossi og erum hér enn. Gistum eina nótt og ætlum heim á eftir. Danía Rut er enn sofandi og hinar horfa á Nemó. Kiddi og Ásta og strákarnir komu hingað í heimsókn í gær og Kiddi spurði Daníu Rut hvort hann mætti eiga einn putta hjá henni. Svona svo hann ætti smá hluta af henni. Ekki stóð á svari hjá skvísunni minni "hann er fastur" og henni fannst þetta eiginlega hálfkjánaleg spurning. En ég er í fríi þessa viku með pæjurnar mínar og það verður sko notalegt. Ætlum að hafa það kósí saman. En hafið það bara gott þið sem lesið bloggið mig, megið alveg kommenta, ekki skipun samt... Hehe, Guð blessi ykkur öll:) Arna

sunnudagur, 29. júlí 2007

föstudagur, 27. júlí 2007

Nú styttist í...

....að ég fái yndigullin mín aftur. Þær eru búnar að vera með Davíð í sveitinni hjá Doris og Mumma í tæpar 3 vikur og ég sakna þeirra alveg skelfilega mikið. Danía Rut búin að halda upp á afmælið sitt í sveitinni og það er voða fjör hjá þeim. Ég heyrði í Söru Ísold í gær og hún hafði miklar áhyggjur af beljubangsanum sínum og vildi vera fullviss um að ég væri að passa hann. Henni datt í hug að koma í heimsókn og sækja hann en það var auðvitað ekki í boði. Þórey Erla er búin að bæta við sig alveg fullt af orðum og mikið verður gaman að fara að spjalla við hana:) Hún er orðin svolítil ömmustelpa og ef pabbi hennar ætlar að skipta á henni þá hleypur hún undan og segir "nei, amma". Doris örugglega til mikillar gleði. Danía Rut er búin að fara í fjósið, hefur hingað til látið Söru Ísold um þá iðju enda er hún DR mjög pjöttuð og algjör dama sko. Sagði mér samt að hún hefði séð kýr og kálfa í fjósinu og svo kom rigning og vindur. Algjör dúlla. Sara Ísold veit sko alveg hver býr í fjósinu, "Kýrurnar búa þar" sagði hún mér í gær. Æ mikið sakna ég þeirra. En ég er samt ekki búin að liggja í söknuði og tárum meðan þær hafa verið í burtu. Ég er búin að nýta frítímann í sólbað, prjónaskap (sem mamma tók reyndar við, til að klára fyrir Kotmót:)) og samkomusókn og fleira mjög skemmtilegt. Ég er núna hjá Eygló og Bjössa og ætla að fara að drífa mig heim. Er búin að "hanga" of lengi á netinu. Það er svona að vera ekki með tölvu heima hjá sér. En Eygló og Bjössi eru í ferðalagi. Gott hjá þeim:) Njótið lífins, það er gjöf frá Guði:) Arnan

þriðjudagur, 24. júlí 2007

Danía Rut 5 ára:)


5 ár eru síðan ég fékk frumburðinn í fangið. Mikið var það notalegt, skrýtið, eðlilegt og frábært bara. Hún hefur alla tíð verið alveg yndisleg stelpa og mikill gleðigjafi. Hún er mikið fyrir að knúsa og gerir mikið af því og stundum of mikið ef þú spyrð systur hennar. Hún er núna stödd hjá afa sínum og ömmu í sveitinni ásamt pabba sínum og systrum. Ég vil því senda henni mínar ástar og hamingjukveðjur með 5 ára afmælið. Mamma elskar þig stóra gullið mitt:):) Knús og kossar og mikið sakn..... Mamma:)


sunnudagur, 15. júlí 2007

Fyrir 5 árum síðan...

...á morgun átti mín undurfagra dóttir Danía Rut að fæðast. Hún lét bíða eftir sér í 9 daga og mikið var gott að fá hana í fangið. Hún hefur verið mikið fyrir fangið síðan, er algjör knúsukerling. Hún er nýbúin að ganga í gegnum greiningu í Greiningastöð Ríkisins og þar var hún greind með "ódæmigerða einhverfu" sem þýðir að hún er einhverf en til dæmis ekki ofvirk sem fylgir oft einhverfui og einnig er hún ekki þroskahömluð. Hún skilur MIKLU meira en hún getur tjáð sig um. En þessar fréttir voru samt svolítið sjokk því einhverfa læknast mjög sjaldan. En það er hægt að hjálpa henni alveg rosalega mikið og ég þakka bara fyrir allt það góða fólk sem er að hjálpa henni núna. Eins og María þroskaþjálfi á leiksólanum, hún er bara frábær og Eyrún talmeinafræðingur. Fyrir ekki mörgum árum hefði Danía Rut bara verið kölluð vitleysingur sem hún er auðvitað ekki. Ég vildi bara segja frá þessu hér ef einhver var að fylgjast með úr fjarlægt. Maður veit víst aldrei.

Ég fór annars á unglingasamkomu í gærkvöldi. Voða gaman, fer svona stundum þó ég sé svona gömul orðin. Ég er allavega ekki elst. Í dag er svo búin að vera á Föðurlandi hjá pabba og mömmu að vinna aðeins. Bera viðarvörn á kofann og útiborð og svona, bara gaman að hjálpa til. Erum þarna svo mikið enda bara notalegt að vera þarna í kotinu og njóta náttúrunnar og samfélagsins við hvert annað. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ég er enn að læra á þetta blogspot. Ég kann sko EKKERT á tölvur. Myndi undirstrika EKKERT ef ég kynni. Hehehe. Hafið það gott elskurnar, Arnan

miðvikudagur, 11. júlí 2007

Er komin yfir á....

....blogspot. Ég held ég haldi mig hérna í nánustu framtíð. Myspace of flókið fyrir tölvusnilling eins og mig svo hingað er ég komin:) Ætla ekki að hafa þetta langt, bara láta vita að ég er flutt hingað. Adios elskurnar, Arna