sunnudagur, 26. ágúst 2007

Gangur lífsins....

... Ég er svo mikið búin að hugsa um gang lífsins undanfarið. Við fæðumst, göngum í skóla, verðum ástfagnin, eignumst börn og hugsum um þau eða flestir gera það og á endanum deyjum við. Ég hef líka hugsað mikið um dauðann undanfarið en ekki af því mig langar að deyja, þvert á móti finnst mér lífið alveg frábært. En stundum þegar ég hugsa um þetta allt þá kemur yfir mig svona yfirþyrmandi tilfinning um að við erum öll dauðleg, það sleppur enginn. Sem betur fer þá ætla ég að fara til himna og lifi að eilífu svo ég hef ekki áhyggjur. En það er eitt sem ég hef voða mikið spáð í undanfarið, og það er hvort ég muni hitta Magga afa minn og Stínu langömmu og fólkið sem ég þekki sem er farið á undan. Mikið langar mig að vita það. Það hafa eflaust margir velt þessu fyrir sér en þetta kemur auðvitað bara í ljós. Æ ég er bara mikið búin að vera að pæla í lífinu og dauðanum undanfarið. Og mikið spáð í Guði, hvað hann er rooosalega stór. Hann veit allt um mig og þekkir mig betur en ég sjálf. Samt er ég bara ein manneskja og ekkert merkileg. Þannig sko.

Eins með ástina, ég hef mikið spáð í ástina líka. Sumir finna ástina á unglingsaldri og halda henni við og eru ástfangnir alla ævi. Ég horfi svo oft á pabba og mömmu og mér finnst þau æði. Þau eru svo ástfangin ennþá og búin að vera saman síðan þau voru 16 ára og alltaf eru þau að dekra hvort annað eins og þau geta og mér finnst það æðislegt. Ég veit að þetta er alveg yfirmáta væmið blogg en mér er alveg sama. Þetta er mín síða:)

En allavega, ég er núna á Selfossi með henni Hrund minni, pabbi og mamma eru á Mallorka að sleikja sólina og við Hrund komum hingað í gær og gistum því Hrund vantaði föt. Hún gistir sko hjá mér á meðan pabbi og mamma eru úti. Heppin ég:) Við ætlum á eftir að fara í skipið Logos og kaupa fleiri bækur og eitthvað skemmtilegt. Það er eiginlega skyldumæting að fara þangað og versla aðeins. En bara ef þú átt pening. Ekki fara annars því þá mun þig langa í svo margt! Ég ætla svo á samkomu í Fíló og ég ætla að reyna að draga systur mínar með og þeirra fólk. Ég vona að þið sem lesið hafið það gott og blessunum Guðs mætti hellidemburigna yfir ykkur. Guð er svo góður. Sjáumst svo kannski á samkomu:) Arnan

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er líka alltaf að velta þessu fyrir mér, bara yfirþyrmandi að maður fer bara í marga hringi. En sem betur fer fer maður á góðan stað:)ástinn púfff flókið fyrirbæri en eitthvað sem maður vill ekki vera án:/...en annars takk fyrir síðast og hlakka mikið til að hitta ykkur aftur:)...kv Emilia frænka sem að er alveg að sofna núna
góða nótt:*

Íris sagði...

Jæja Arna mín ;) Ekkert nýtt að frétta??? :)
Sjáumst vonandi fljótlega :)
kv. Íris