þriðjudagur, 7. ágúst 2007

Kotmót..

...var alveg frábært í alla staði. Ég mætti á svæðið á föstudagsmorgni ásamt mínum dásamlegu dætrum og við fórum beint á barnamótið. Þar var alveg rosalega gaman. Trúðar sem skemmtu börnunum og hún Danía Rut mín skemmti sér mjög vel að hlæja að þeim:) Við Davíð vorum búin að ákveða að skiptast á að hafa stelpurnar á mótinu svo við gætum bæði farið á samkomur. Það hentaði mjög vel, enda er ekki auðvelt að njóta samkomu með þrjár litlar skvísur. Á föstudagskvöldið var eiginlega samkomumaraþon hjá mér og Hrund systur, við fórum á samkomu klukkan 19.00, 22.00 og 00.00 og það var svooo gaman. Lofgjörðin var æðisleg og ég naut hverrar mínútu. Guð var að snerta við fólki hægri vinstri og það var mjög gaman að sjá og ekki var ég útundan:)

Á laugardeginum var barnasamkoma í stóra salnum og það var svooo skemmtilegt. Unglingarnir úr Fíladelfíu voru með sönginn og þau stóðu sig mjög vel, hæfileikafólk þar á ferð. Um miðjan daginn var svo karnival fyrir börnin og það var mjög vel heppnað, börnin gátu farið á hestbak og Danía Rut prófaði það. Einnig var hoppukastali og margt fleira skemmtilegt. Um kvöldið var svo fjölskyldugrill hjá Gerðu frænku og það var mjög gaman. Fórum í leiki og borðuðum saman og höfðum það bara gaman saman. Hafrún hafði skipulagt leiki og lét til dæmis pabba og systkini hans fara í leik og syngja fyrir okkur hin. Það var mjög fyndið og skemmtilegt. Frábær dagur.

Á sunnudagsmorgun var brauðsbrotning og í lofgjörðinni voru bara menn á öllum aldri og það var mjög flott. Sungnir sálmar og þetta var svona nett hátíðlegt en bara gaman að því. Sungið gömul lög og svona, smá nostalgía þar. Seinna var svo samkoma klukkan hálh5 og þar talaði maður að nafni David Campell og hann var í einu orði sagt "snillingur" ég hló svo mikið að stundum verkjaði mig í magann. Þegar hann lýsti því þegar hann hann hitti einkaþjálfarann í ræktinni og hann kynnt hann fyrir fullt af "pyntingartækjum".... Ég hló svo mikið að ég átti eiginlega hálf erfitt með mig því ég var enn að hlæja þegar allir hinir voru að klára sitt hláturkast. Þetta var mjög gaman og góð samkoma. Mamma og pabbi sátu hjá mér og ekki skemmtu þau sér minna en ég. Síðar um kvöldið var varðeldur og þar var góð stemmning og fólk sat og söng með og þetta var ofsalega skemmtilegt. Klukkan miðnætti ca voru svo tónleikar í umsjá kirkju unga fólksins. Ég heyrði að Tómas Ibsen og Guðrún Marta hefðu skipulagt þetta og þau eiga þá skilið hrós því þetta var virkilega skemmtilegt. Margir komu fram og sungu eða voru með atriði. Mér fannst voða gaman að sjá Unnar Gísla og Siggu syngja saman, þau voru eitthvað svo krúttaraleg saman. Frábær dagur alveg hreint út í gegn.

Ég fór á vitnisburðarsamkomuna á mánudagsmorgninum og það var gaman, stelpurnar voru að vísu að skottast frammi svo ég rak bara inn nefið þegar ég gat. En heyrði þónokkra vitnisburði. Guð var virkilega að starfa á þessu móti. Mér finnst einhvern veginn allir hafa verið svo blessaðir og ánægðir með mótið sem er auðvitað bara frábært. Við mæðgur komum svo við hérna hjá pabba og mömmu á Selfossi og erum hér enn. Gistum eina nótt og ætlum heim á eftir. Danía Rut er enn sofandi og hinar horfa á Nemó. Kiddi og Ásta og strákarnir komu hingað í heimsókn í gær og Kiddi spurði Daníu Rut hvort hann mætti eiga einn putta hjá henni. Svona svo hann ætti smá hluta af henni. Ekki stóð á svari hjá skvísunni minni "hann er fastur" og henni fannst þetta eiginlega hálfkjánaleg spurning. En ég er í fríi þessa viku með pæjurnar mínar og það verður sko notalegt. Ætlum að hafa það kósí saman. En hafið það bara gott þið sem lesið bloggið mig, megið alveg kommenta, ekki skipun samt... Hehe, Guð blessi ykkur öll:) Arna

4 ummæli:

Íris sagði...

Takk fyrir samveruna um helgina, þetta var rosa slemmtilegt ;)
kv. Íris

Unknown sagði...

Verð að segja að mér finnst þú algjört krútt, stelpurnar þínar eru alltaf svo sætar og fínar:) Bestu kveðjur, Nada

Eygló sagði...

Leggðu saman írisar og Nödu komment og þá er mitt komment komið ;);) Fyrir utan auðvitað kv. Íris og Bestu kveðjur, Nada....

Þú ert æði :)
Uppáhaldið þitt ;);)

Nafnlaus sagði...

Hæ:) bara kvitta fyrir mig og taka undir þetta. Kotmótið var frábært:) Svo gaman að hitta þig og sjá stelpurnar þínar-úff þær stækka svo hratt!!
kv.Anna Sigga