sunnudagur, 4. nóvember 2007

Hver á skuggana????


Og getiði nú..... Hehehehe.

Ég var á alveg ofsalega skemmtilegum tónleikum áðan. Gospelkór Reykjavíkur og kór frá Noregi sem heitir Brigaden voru að "performa" Mjög gaman, mér fannst reyndar einn galli og það var hvað var lítið boðið upp á að standa og dilla sér með lögunum. Það var mjög oft sem mig langaði til að standa upp en gerði það auðvitað ekki. Bara þegar hinir stóðu líka:) Hehehe. Við kíktum í Jötuna eftir tónleikana og bara gaman. Svo var ég að labba aftur upp í sal og datt svona snilldarlega í tröppunum, beyglaði skóna mína sem VORU támjóir og beyglaði líka stóru tána mína. Ekki þægilegt. En ég náði að skemmta Hrund, Eygló, mömmu og Bjössa með þessum tilþrifum mínum. Alltaf gott að geta glatt fólk.

Núna er ég bara á Selfossi og klukkan er orðin frekar margt. Ég er reyndar furðulítið syfjuð sem skýrist kannski af því að ég svaf til hálf3 í dag. Vaknaði samt fyrst hálf10 en sofnaði svo aftur ásamt Hrund sem var hjá mér. Og vá hvað þetta var notalegt. Á morgun er ég svo að fara í barnablessun hjá Emiliu sætu frænku minni en það á að blessa yfir dóttur hennar. Og það verður gert í Kotinu, gaman, gaman. Mig er lengi búið að langa til að kíkja á samkomu í Kotinu svo það verður á morgun. Alltaf gaman að koma í Kotið, ég fæ alltaf svona nostalgíu"kast" þegar ég kem þangað. Maður var jú þarna mikið þegar ég var yngri, þegar afi of amma áttu heima þarna. En ég er hætt í bili, gangið með Guði, það er best. Arnan