laugardagur, 1. desember 2007

Lífið er svoo gott og ljúft og yndislegt og....

...Frábært. Guð er awesome. Ég fór á mót um daginn, eða um miðjan nóvember. Mótið var haldið í Kotinu, mótið fjallaði um föðurhjarta Guðs og þetta mót einkenndist af því að Guð var að snerta við fólki hægri vinstri og það var alveg yndislegt. Mér fannst líka alveg rosalega áberandi hvað var mikil eining á mótinu. Þetta var samkirkjulegt mót og fólk kom bara sem börn Guðs á þetta mót, ekki hvítasunnumenn eða krossarar eða e-ð annað. Alveg frábært bara.

Ég hef mikið farið á samkomur eftir þetta mót og og reyndar líka fyrir mótið og bara yndislegt að dvelja í nærveru Guðs. Ég fór á samkomu á mánudagskvöldið síðasta og það var alveg æðislegt. Við vorum mætt þarna svona 20 manns í Fíló og sungum fyrst lofgjörðarlög og báðum svo fyrir og með hvert öðru. Frábært hvað Guð er að gera mikla hluti.

En að öðru, jólin eru að koma og ég er farin að hlakka miiiiikið til. Stelpuskvísurnar mínar verða hjá mér og ég hlakka svoooo til. Við verðum hjá pabba og mömmu og ég veit það verður notalegt eins og alltaf hérna á Selfossi. Mamma hafði á orði um daginn að hún hlakkar til að hafa stelpurnar á aðfangadagskvöld, svo langt síðan það voru síðast börn hjá pabba og mömmu:):) Þær verða svo með Davíð yfir áramótin og fara norður.

Í gær var ég á jólagleði í vinnunni og það var alveg massa gaman. Siðasta vika var vinavika í vinnunni og þá átti ég leynivin og var leynivinur og ég gladdi vin minn á hverjum degi og ég var glödd líka. Þetta var alveg svakalega sniðugt og svona samþjappandi að hafa svona vinaviku. Vinavikan endaði svo í gær á jólagleðinni. Ég fékk alveg æðislega skál og litla skeið sem leynivinur minn leiraði. Hún heitir sko Gréta og er listakona út í gegn.

Í morgun fór ég svo á jólaföndur í leikskólanum hjá stelpunum og það var svo gaman. Alveg tilheyrandi að fara þarna og föndra og fá jólafílinginn alveg í æð. Starfsfólkið þarna er líka svo æðislegt. En núna er ég semsagt á Selfossi eins og vanalega þegar ég blogga. Hehe, enda ekki með netið heima hjá mér. Verð að fara að fá mér netið heim. Það verður geggjó gaman. Ég kann bara svo rosalega lítið á tölvur. En ég bið ykkur Guðs blessunar, þið þrjú sem kíkið ennþá hingað inn. Munið að Guð elskar ykkur ALVEG eins og þið eruð og hann hefur áætlun með líf ykkar. Hrúga af ást og hamingju til ykkar allra, Arnan

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa skrifin þín og frábært hvað þér líður vel. Hlakka til að hafa ykkur mæðgurnar um jólin, það verður mjög skemmtilegt að upplifa jólin í gegnum barnagleðina. Elska þig gull. MammaN

Erling.... sagði...

Gott hvað þér líður vel. Tek undir með mömmu þinni, það verður gaman að hafa þig og litlu dömurnar þínar hér á jólunum.
Elska ykkur allar
pabbi

Nafnlaus sagði...

Gleymdi að segja þér að ég er mjög stolt af þér, finnst þú mjög dugleg með litlu yndigullin þín.
LUL. Mamman