föstudagur, 28. desember 2007

Mér líður vel..




.. Jólin búin að vera alveg æðisleg. Ég er búin að vera hérna hjá pabba og mömmu síðan á þorláksmessu og það er búið að vera frábært. Pabbi og mamma eru svo frábær að ég á varla orð til að lýsa því. Þau eru svona fólk sem mér finnst alltaf gaman að hitta og spjalla við um heima og geima. Allavega, ég er búin að hafa það stórgott ásamt mínum yndisfögru dætrum hérna í Húsinu við ána:) Á annan í jólum fékk ég reyndar gubbupest og þá sá mamma um stelpurnar, kom þeim í háttinn og svona með hjálp frá Hrund og Theu yndigullunum mínum:) Takk stelpur, love you;) Hún Thea er svo að fara heim til sín til Sverige eftir svona hálftíma og ég mun sakna hennar. Hún er svo yndisleg:) En nóg um væmni. Við Hrund skelltum okkur í bíó í gær og fórum auðvitað í Selfossbíó sem er mjöög flott verð ég að segja. Með hjólastólalyftu og alles. Til fyrirmyndar bara. En við fórum á myndina Fred Clause og hún er alveg stórskemmtileg, ég skemmti mér alveg konunglega yfir henni og mig langar að eiga hana þegar hún kemur út á dvd. Alveg frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Vá nú er ég farin að hljóma eins og ég fái prósentur svo ég ætla að hætta að tala um þessa mynd;)

Í dag verður svo jólaboð hérna hjá pabba og mömmu fyrir systkini pabba og afkomendur og maka auðvitað og það eru margir búnir að tilkynna komu sína. Verður pottþétt rosalega gaman. Ég allavega hlakka mikið til. En ég vona að þið sem lesið bloggið mitt séuð búin að njóta jólanna eins og ég, með vinum og fjölskyldu sem þið elskið, það er best:) Guð gefi ykkur svo góð áramót og frábært nýtt ár:):):) Kær hátíðar og bráðum áramótakveðja, Arnan

1 ummæli:

Erling.... sagði...

Gaman að hafa ykkur hér yfir jólin og gott að heyra hvað þið hafið notið tímans. Elska ykkur allar.
Þinn Pabbi