fimmtudagur, 18. október 2007

JÆÆÆÆÆJA..............


...Það er eiginlega lööngu kominn tími á smá blogg hjá mér. Ég er bara orðin svo agalega löt við að skrifa hugsanir og minningar niður en núna nenni ég svo hér kemur eitthvað;) Lífið undanfarið hefur bara gengið vel, ég elska nýju vinnuna mína og finnst gaman að vinna og hitta fólk og lifa. Ég er nýbúin að sitja námskeið og læra um atferlisþjálfun en það er sú þjálfun sem hún Danía Rut er byrjuð að fá. Þessi atferlisþjálfun hefur verið í þróun og noktun síðustu 4 áratugi og árangur er ótrúlegur. Á þessu námskeiði fengum við að heyra reynslusögur foreldra einhverfa barna sem fengu þessa þjálfun og vá hvað ég fylltist mikilli von að heyra sögurnar. Það var svoo mikill árangur að það var alveg frábært. En þetta er líka alveg svakalega mikil vinna. Ef barn á að ná jafnöldrum sínum í þroska, þá þarf það að fá atferlisþjálfun í 40 klst á viku í 2 ár. Og það er mjög mikil vinna en vá hvað það mun borga sig ef það þýðir að dúllan mín mun ná jáfnöldrum sínum. Framundan hjá mér er að fara á fleiri námskeið og læra meira hvernig ég get þjálfað hana og hjálpað henni að ná markmiðum sínum:)

Ég er að lesa snilldarbók sem heitir "Furðulegt háttalag hunds um nótt" þetta er alveg frábær bók. Höfundurinn er 15 ára einhverfur drengur og það er alveg svakalega gaman að lesa þessa bók og sjá hans sýn á heiminn. Mæli með að allir lesi þessa bók. Mig langar að vitna aðeins í hann, þar sem hann er að lýsa tillfinningum. Hann segir, "Tilfinningar eru ekki annað en mynd á skjánum í höfðinu á manni af því sem gerist á morgun eða á næsta ári eða af því sem hefði getað gerst í stað þess sem gerðist, og ef þetta er góð mynd, þá brosir fólk en ef hún er dapurleg grætur það." Sérstök sýn á tilfinningar en kannski svolítið rétt... Hvað finnst þér?

Jæja, ég ætla ekki bara að tala um einhverfu. Þetta bara er mér ofarlega í huga þessa dagana. En síðustu helgi hélt ég upp á afmælið hennar Þóreyjar Erlu og hélt það einmitt hérna hjá pabba og mömmu. Þau eru svo æðisleg að leyfa mér að halda upp á afmæli stelpnanna hérna þar til ég flyt í stærra. Það var frekar fámennt í afmælinu en svakalega notalegt og skemmtilegt. Við mæðgurnar gistum svo hérna í húsinu við ána. Sara Ísold var lengi búin að spyrja öðru hvoru, "mamma, hvenær ætlum við næst að sofa heima hjá afa og ömmu?" Svo það var sofið á Selfossi.

Ég er að hugsa um að hafa þetta ekkert lengra, ég er allt í einu svo tóm. Hafið það bara ofsa gott og gangið á Guðs vegi, það er best, love you ALL:) Arnan

4 ummæli:

Eygló sagði...

Æðislegt blogg hjá þér sæta mín :) Og frábært með þessa atferlisþjálfun og hægt sé að hjálpa svo mikið til með henni! Þú dugleg líka að afla þér þekkingar á þessari þjálfun :) Ég pant svo hitta ykkur mæðgur í næstu viku.. Ég á enn eftir að gefa minnstu frænku minni afmælisgjöfina sem ég lofaði að kaupa í útlandinu :) Knúskveðja Eygló

Erling.... sagði...

Ég er viss um að Danía Rut á eftir að ná jafnöldrum sínum. Ótrúleg stúlkan sú.
Elska ykkur allar....
Pabbi

Nafnlaus sagði...

Elsku Arna mín yndislega

Það er þannig að maður þarf ekki að ganga í gegnum erfiðari reynslu í lífinu en maður getur höndlað....og svo þegar manni finnst maður ekki geta höndlað meir ..þá gefur Drottinn manni meiri styrk...ja eða bara lyftir byrðinni.
Þú ert ótrúlega sterk og dugleg manneskja sem hefur ekki brotnað í þúsund mola undar þungri byrði, heldur stendur þú sterk og keik eftir sem sannur sigurvegari.
Það sem ekki brýtur mann það styrkir mann.
Þú nýtur þeirra forréttinda að eiga einstaka fjölskyldu sem stendur að baki þér eins og kletturinn í hafinu.
Þú ert elskuverð og yndisleg manneskja og það er mannbætandi að þekkja þig.
Ég er stolt af þér og þykir vænt um þig upp til tunglsins og aftur til baka ....milljón sinnum.

þín Uppáhalds...
Sirrý litla

Hrafnhildur sagði...

Sæl fallega frænka mín. Er bara að kvitta fyrir innlitinu og minna þig á að mér þykir afskaplega vænt um þig.
Bestu kveðjur úr Mos.
Hrafnhildur