mánudagur, 13. október 2008

Lífið...


...er FRÁBÆRT:) Ég er nýbúin að eignast yndislega fallega frænku og hún heitir Erla Rakel. Eygló og Bjössi eru alveg í skýjunum með hana og það er sko ekki skrýtið enda skvísan "made in heaven" Ég er alveg hrikalega hamingjusöm eitthvað. Guð er svo góður við mig og ég elska hann svooo mikið. Stelpunum mínum gengur vel í skólanum og leikskólanum og mér finnst lífið leika við mig. Ég er farin að vera í barnastarfinu í Mozaik annan hvern sunnudag og það er mjög gefandi. Og í leiðinni eru stelpurnar farnar að fara líka í barnastarf í Mozaik. FRÁBÆRT:) Æ mig langaði bara aðeins að blogga og tjá ykkur hamingju mína. Á þessum krepputímum þá hef ég það svo gott. Ég á notalegt heimili þó það sé í "sardínudósastærð" hehehe, kannski ekki alveg. En líf mitt er svo uppfullt af Guðs blessunum að það hálfa væri gomma. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ég bið ykkur öllum Guðs blessunar og munið að hann skapaði ykkur og elskar ykkur eins og þið eruð. Knús og elsk. Arnan

3 ummæli:

Íris sagði...

Skemmtilegt og uppbyggilegt blogg ;)

Erling.... sagði...

Gott hvernig þú tekur á tilverunni þessa dagana. Það er gott að eiga æðruleysi yfir hlutum sem maður fær ekki breytt.
Elska þig,
Pabbi

Erla sagði...

Gaman að lesa svona jákvætt blogg krúttið mitt. Haltu áfram á þessari braut. Innilega til hamingju með yngstu snúlluna þína sem á afmæli í dag. Elska ykkur allar meira en ég get lýst með orðum. Mamman