sunnudagur, 4. maí 2008

KRÚTT....




Verð að segja ykkur frá svo krúttlegu sem ég varð vitni að um daginn:) Hún Sara Ísold mín sagði við mig eitt kvöldið, "mamma ég ætla að biðja núna" og ég leyfði henni það auðvitað. Hún labbaði að rúminu hennar Þóreyjar Erlu og segir svo "Söður heilags anda amen" og í leiðinni bandar hún höndunum yfir ÞE. Sama gerði hún við Daníu Rut, prílaði upp í til hennar og svo gerði hún þetta líka við sjálfa sig þegar hún var lögst. Það sem mín skvísa var að gera var að signa sig og systur sínar. Pabbi þeirra gerir þetta alltaf áður en þær fara að sofa og segir þá "í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda" En mér finnst útgáfan hennar Söru Ísoldar miklu flottari. Þetta allavega bræddi mig alveg, fór næstum að skæla yfir því hvað ég á æðislegar dætur;)

Jæja ég er hérna á Selfossi hjá pabba og mömmu eina ferðina enn:) Var á UNG samkomu áðan og vá hvað hún var góð. Langt síðan ég fór síðast. Verð að fara að fara oftar. Jæja svefninn bíður og draumalandið:) Gangið með Guði, það er best. Hrúga af ást, Arna

5 ummæli:

Íris sagði...

Þær eru sko krútt og ekkert smá sætt hjá henni Söru Ísold!
Hlakka annars til að hitta þig og ykkur allar skvísur vonandi sem fyrst ;)
kv. Íris stóra systir!

Eygló sagði...

Það sem þú ert rík elsku Arna mín að eiga þessa yndis gullmola :) Þær eru ómótstæðilegar! Hlakka rosalega til að fá ykkur mæðgur yfir í mat á eftir :) Alltaf svo gaman þegar þið kíkið á okkur og ég veit að Bjössa finnsta það jafn gaman og mér ef ekki bara skemmtilegra, ef það er hægt sko :)
En við sjáumst þá soon sæta, þín uppáhalds Eygló

Erling.... sagði...

Já þær eru mikil krútt stelpurnar þínar, afastelpurnar mínar. Hlakka til að sjá ykkur næst.
Pabbi

Erla sagði...

Þær eru algerir hjartabræðarar þessar stelpur þínar. Ég er mjög stolt af þér og skvísunum þínum.
Hlakka til að sjá ykkur næst og elska ykkur meira en orð fá lýst.
Mamman

Erla sagði...

Til hamingju með daginn, elsta skvísan bara orðin 6 ára og alveg að fara í skóla. Ótrúlegt, mér finnst svo stutt síðan við pabbi þinn vorum að fara með þig og Eygló í skólann fyrsta daginn.
Sjáumst hressar á morgun. Elska ykkur allar. Mamman