Já árið 2008 bara gengið í garð. Ég horfði á gamla árið “hverfa” í sjónvarpinu í gær og það nýja að koma. Mér finnst það alltaf svolítið skrýtin tilfinning þegar eitt ár kveður og annað heilsar.
En árið 2007 var bara ágætisár fyrir mig. Það sem stendur eiginlega uppúr hjá mér er þegar hún Danía Rut mín fékk greiningu í júní. Það var rosalega gott að fá á hreint hvort hún væri einhverf eða hvort það var e-ð annað. Alltaf vont að vera í óvissu svo þetta var mjög gott mál:) Hún stendur sig alveg svakalega vel stóra gullið mitt ég er endalaust stolt af henni. Hún er farin að skrifa nafnið sitt og kann að stafa það og skrifa það á tölvu og kann að skrifa “mamma” og “pabbi” og hún er mikil Guðsgjöf til mín:)
Sara Ísold er algjör snillingur og er algjör knúsukerling og alltaf að segja mér að ég sé vinkona hennar og að hún elski mig allan hringinn. Ekki amalegt að eiga svona ástarjátningavél heima hjá sér. Hún er bara yndisleg og þroskast vel og fylgir jafnöldrum sínum alveg. Hún passar mjög upp á systur sínar og stundum, (einstaka sinnum) þegar ég skil ekki hvað Þórey Erla er að segja þá er hún að túlka það:) Hún er svo mikið æði og ég er svo þakklát Guði fyrir hana.
En hún Þórey Erla litla skottan mín hefur þroskast alveg ótrúlega mikið á árinu. Hún er farin að tala alveg ótrúlega mikið og farin að leika með dúkkur og svæfir þær og gefur þeim að borða og er alveg ekta mamma. Það er ekki óalgeng sjón að sjá hana halda á dúkkustráknum sínum með sæng að sussa svo hann sofni örugglega. Hún er algjört yndigull sem bræðir mann mjög auðveldlega. Guðs blessun út í gegn:)
Eins og þið hafið kannski fattað núna að þá er ég mjög blessuð kona. Ég á 3 alveg hreint fallegustu, yndislegustu, bestu og frábærustu dætur í heiminum. Og Guð gaf mér þær. Ég er líka svo þakklát Guði fyrir fólkið mitt, pabba og mömmu sem eru alltaf til staðar fyrir mig og ég á alltaf knús hjá þeim og öxl þegar ég vil og þarf á að halda. Eygló systir er svo æðislega yndisleg og ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Hún er svo óeigingjörn að mér finnst að allir ættu að taka hana til fyrirmyndar. Hún er engillinn minn. Ég á svo góða að. Hrund æðibiti er líka alltaf eitthvað að hjálpa mér og vera vinkona mín. Það er sko ekki sjálfsagt að vera svona góðar vinkonur þó við séum systur;) Love YOU;) Írisi systur hef ég kynnst betur og betur á þessu ári og líka síðasta. Ég var alltaf með svo mikla minnimáttarkennd gagnvart henni en hún er farin. Íris er algjör gullmoli sem mér þykir svooo vænt um.
Vá ef einhver er alveg að fara að gubba af velgju þá er það allt í lagi. Ég veit að þetta er alveg yfirmáta væmið. En það er nú í lagi svona einu sinni á ári:) Er það ekki???? Mig langar að lokum að þakka öllum sem hafa kíkt hingað inn á þessu ári og hafa kíkt til mín í heimsókn. Þið eruð gullmolar. Ég ætla svo að reyna að vera dugleg á þessu ári að styrkja vinabönd og fjölskyldubönd. Ég elska ykkur, Arnan hamingjusama:)
En árið 2007 var bara ágætisár fyrir mig. Það sem stendur eiginlega uppúr hjá mér er þegar hún Danía Rut mín fékk greiningu í júní. Það var rosalega gott að fá á hreint hvort hún væri einhverf eða hvort það var e-ð annað. Alltaf vont að vera í óvissu svo þetta var mjög gott mál:) Hún stendur sig alveg svakalega vel stóra gullið mitt ég er endalaust stolt af henni. Hún er farin að skrifa nafnið sitt og kann að stafa það og skrifa það á tölvu og kann að skrifa “mamma” og “pabbi” og hún er mikil Guðsgjöf til mín:)
Sara Ísold er algjör snillingur og er algjör knúsukerling og alltaf að segja mér að ég sé vinkona hennar og að hún elski mig allan hringinn. Ekki amalegt að eiga svona ástarjátningavél heima hjá sér. Hún er bara yndisleg og þroskast vel og fylgir jafnöldrum sínum alveg. Hún passar mjög upp á systur sínar og stundum, (einstaka sinnum) þegar ég skil ekki hvað Þórey Erla er að segja þá er hún að túlka það:) Hún er svo mikið æði og ég er svo þakklát Guði fyrir hana.
En hún Þórey Erla litla skottan mín hefur þroskast alveg ótrúlega mikið á árinu. Hún er farin að tala alveg ótrúlega mikið og farin að leika með dúkkur og svæfir þær og gefur þeim að borða og er alveg ekta mamma. Það er ekki óalgeng sjón að sjá hana halda á dúkkustráknum sínum með sæng að sussa svo hann sofni örugglega. Hún er algjört yndigull sem bræðir mann mjög auðveldlega. Guðs blessun út í gegn:)
Eins og þið hafið kannski fattað núna að þá er ég mjög blessuð kona. Ég á 3 alveg hreint fallegustu, yndislegustu, bestu og frábærustu dætur í heiminum. Og Guð gaf mér þær. Ég er líka svo þakklát Guði fyrir fólkið mitt, pabba og mömmu sem eru alltaf til staðar fyrir mig og ég á alltaf knús hjá þeim og öxl þegar ég vil og þarf á að halda. Eygló systir er svo æðislega yndisleg og ég veit ekki hvar ég væri án hennar. Hún er svo óeigingjörn að mér finnst að allir ættu að taka hana til fyrirmyndar. Hún er engillinn minn. Ég á svo góða að. Hrund æðibiti er líka alltaf eitthvað að hjálpa mér og vera vinkona mín. Það er sko ekki sjálfsagt að vera svona góðar vinkonur þó við séum systur;) Love YOU;) Írisi systur hef ég kynnst betur og betur á þessu ári og líka síðasta. Ég var alltaf með svo mikla minnimáttarkennd gagnvart henni en hún er farin. Íris er algjör gullmoli sem mér þykir svooo vænt um.
Vá ef einhver er alveg að fara að gubba af velgju þá er það allt í lagi. Ég veit að þetta er alveg yfirmáta væmið. En það er nú í lagi svona einu sinni á ári:) Er það ekki???? Mig langar að lokum að þakka öllum sem hafa kíkt hingað inn á þessu ári og hafa kíkt til mín í heimsókn. Þið eruð gullmolar. Ég ætla svo að reyna að vera dugleg á þessu ári að styrkja vinabönd og fjölskyldubönd. Ég elska ykkur, Arnan hamingjusama:)