sunnudagur, 29. júlí 2007

föstudagur, 27. júlí 2007

Nú styttist í...

....að ég fái yndigullin mín aftur. Þær eru búnar að vera með Davíð í sveitinni hjá Doris og Mumma í tæpar 3 vikur og ég sakna þeirra alveg skelfilega mikið. Danía Rut búin að halda upp á afmælið sitt í sveitinni og það er voða fjör hjá þeim. Ég heyrði í Söru Ísold í gær og hún hafði miklar áhyggjur af beljubangsanum sínum og vildi vera fullviss um að ég væri að passa hann. Henni datt í hug að koma í heimsókn og sækja hann en það var auðvitað ekki í boði. Þórey Erla er búin að bæta við sig alveg fullt af orðum og mikið verður gaman að fara að spjalla við hana:) Hún er orðin svolítil ömmustelpa og ef pabbi hennar ætlar að skipta á henni þá hleypur hún undan og segir "nei, amma". Doris örugglega til mikillar gleði. Danía Rut er búin að fara í fjósið, hefur hingað til látið Söru Ísold um þá iðju enda er hún DR mjög pjöttuð og algjör dama sko. Sagði mér samt að hún hefði séð kýr og kálfa í fjósinu og svo kom rigning og vindur. Algjör dúlla. Sara Ísold veit sko alveg hver býr í fjósinu, "Kýrurnar búa þar" sagði hún mér í gær. Æ mikið sakna ég þeirra. En ég er samt ekki búin að liggja í söknuði og tárum meðan þær hafa verið í burtu. Ég er búin að nýta frítímann í sólbað, prjónaskap (sem mamma tók reyndar við, til að klára fyrir Kotmót:)) og samkomusókn og fleira mjög skemmtilegt. Ég er núna hjá Eygló og Bjössa og ætla að fara að drífa mig heim. Er búin að "hanga" of lengi á netinu. Það er svona að vera ekki með tölvu heima hjá sér. En Eygló og Bjössi eru í ferðalagi. Gott hjá þeim:) Njótið lífins, það er gjöf frá Guði:) Arnan

þriðjudagur, 24. júlí 2007

Danía Rut 5 ára:)


5 ár eru síðan ég fékk frumburðinn í fangið. Mikið var það notalegt, skrýtið, eðlilegt og frábært bara. Hún hefur alla tíð verið alveg yndisleg stelpa og mikill gleðigjafi. Hún er mikið fyrir að knúsa og gerir mikið af því og stundum of mikið ef þú spyrð systur hennar. Hún er núna stödd hjá afa sínum og ömmu í sveitinni ásamt pabba sínum og systrum. Ég vil því senda henni mínar ástar og hamingjukveðjur með 5 ára afmælið. Mamma elskar þig stóra gullið mitt:):) Knús og kossar og mikið sakn..... Mamma:)


sunnudagur, 15. júlí 2007

Fyrir 5 árum síðan...

...á morgun átti mín undurfagra dóttir Danía Rut að fæðast. Hún lét bíða eftir sér í 9 daga og mikið var gott að fá hana í fangið. Hún hefur verið mikið fyrir fangið síðan, er algjör knúsukerling. Hún er nýbúin að ganga í gegnum greiningu í Greiningastöð Ríkisins og þar var hún greind með "ódæmigerða einhverfu" sem þýðir að hún er einhverf en til dæmis ekki ofvirk sem fylgir oft einhverfui og einnig er hún ekki þroskahömluð. Hún skilur MIKLU meira en hún getur tjáð sig um. En þessar fréttir voru samt svolítið sjokk því einhverfa læknast mjög sjaldan. En það er hægt að hjálpa henni alveg rosalega mikið og ég þakka bara fyrir allt það góða fólk sem er að hjálpa henni núna. Eins og María þroskaþjálfi á leiksólanum, hún er bara frábær og Eyrún talmeinafræðingur. Fyrir ekki mörgum árum hefði Danía Rut bara verið kölluð vitleysingur sem hún er auðvitað ekki. Ég vildi bara segja frá þessu hér ef einhver var að fylgjast með úr fjarlægt. Maður veit víst aldrei.

Ég fór annars á unglingasamkomu í gærkvöldi. Voða gaman, fer svona stundum þó ég sé svona gömul orðin. Ég er allavega ekki elst. Í dag er svo búin að vera á Föðurlandi hjá pabba og mömmu að vinna aðeins. Bera viðarvörn á kofann og útiborð og svona, bara gaman að hjálpa til. Erum þarna svo mikið enda bara notalegt að vera þarna í kotinu og njóta náttúrunnar og samfélagsins við hvert annað. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra. Ég er enn að læra á þetta blogspot. Ég kann sko EKKERT á tölvur. Myndi undirstrika EKKERT ef ég kynni. Hehehe. Hafið það gott elskurnar, Arnan

miðvikudagur, 11. júlí 2007

Er komin yfir á....

....blogspot. Ég held ég haldi mig hérna í nánustu framtíð. Myspace of flókið fyrir tölvusnilling eins og mig svo hingað er ég komin:) Ætla ekki að hafa þetta langt, bara láta vita að ég er flutt hingað. Adios elskurnar, Arna