laugardagur, 21. mars 2009

Lífið er yndislegt...


... Ég er það sem ég vil. Semsagt hamingjusöm og líður vel. Gengur vel í vinnunni og í lífinu bara almennt:) Stelpunum gengur svo rosalega vel í skólanum og leikskólanum að ég get ekki annað en verið bara alveg rosalega ánægð. Vorið að koma og mikið er það yndislegt, ég hlakka svo til að fara í útilegur í sumar með stelpurnar. Það verður svo gaman. Það er bara eitt sem skyggir á gleðina mína og það er sú staðreynd að Íris mín og fjölskylda eru að flytja til Danmerkur og Hrundin mín líka. En ég samgleðst þeim líka þessum elskum mínum þó ég muni sakna þeirra alveg hræðilega. Þá hef ég ástæðu til að kíkja í heimsókn og fá jarðaber hjá þeim og kíkja í H&M. Ekki leiðinlegt;) "Always look on the bright side of life"


Já lífið er yndislegt og góð gjöf sem um er að gera að nota og njóta þess. Mér hefur ekki alltaf liðið svona, hef glímt við ömurlegt þunglyndi sem oft hefur dregið mig ofan í djúpar ógeðslegar holur. En alltaf hef ég verið dregin þaðan uppúr af fjölskyldum og góðum vinum. Sem ég er einmitt svo þakklát Guði fyrir. Það er nefnilega ekki sjálfsagt að eiga svona góða að sem hjálpa til.


En núna er ég á Selfossi eins og eiginlega alltaf þegar ég blogga. Var í Idolpartýi í gær hjá henni Theu sætu með Hrund minni og Elvu. Alltaf gaman að hitta þær gellur. Stefnan er svo tekin á bæinn á eftir að heimsækja Eygló systur, hún ætlar að hjálpa mér að byrja á ermunum á lopapeysunni sem ég er byrjuð að prjóna. En þið sem ennþá kíkið hérna inn, eigið góðan dag og Guð geymi ykkur og munið að lífið er gjöf sem við eigum að njóta;) Elsk, elsk, Arna

laugardagur, 14. febrúar 2009

Fyrir 5 árum...


...... þá var ég stödd á fæðingardeildinni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og var að bíða eftir mínu öðru barni. Með hríðar og orðin vel kennd af gleðigasinu góða. Man að ég hringdi í mömmu til að láta vita hvernig gekk og hún fór að hlæja því ég hljómaði eins og ég væri drukkin sem ég var auðvitað ekki. Bara fyndið sko. En hún Sara Ísold kom svo nóttina eftir eða 15.febrúar 2004 og er þessvegna 5 ára á morgun, pæjan mín. Afmælisveislan hennar var haldin í dag, á Selfossi, hjá pabba og mömmu og var fámennt en mjög góðmennt:) Hún fékk margt fallegt í afmælisgjöf og skvísan er himinlifandi með daginn. Én jæja, njótið lífsins kæru lesendur, ef einhver kemur hérna inn ennþá;) Knús og koss, Arna