föstudagur, 27. júlí 2007
Nú styttist í...
....að ég fái yndigullin mín aftur. Þær eru búnar að vera með Davíð í sveitinni hjá Doris og Mumma í tæpar 3 vikur og ég sakna þeirra alveg skelfilega mikið. Danía Rut búin að halda upp á afmælið sitt í sveitinni og það er voða fjör hjá þeim. Ég heyrði í Söru Ísold í gær og hún hafði miklar áhyggjur af beljubangsanum sínum og vildi vera fullviss um að ég væri að passa hann. Henni datt í hug að koma í heimsókn og sækja hann en það var auðvitað ekki í boði. Þórey Erla er búin að bæta við sig alveg fullt af orðum og mikið verður gaman að fara að spjalla við hana:) Hún er orðin svolítil ömmustelpa og ef pabbi hennar ætlar að skipta á henni þá hleypur hún undan og segir "nei, amma". Doris örugglega til mikillar gleði. Danía Rut er búin að fara í fjósið, hefur hingað til látið Söru Ísold um þá iðju enda er hún DR mjög pjöttuð og algjör dama sko. Sagði mér samt að hún hefði séð kýr og kálfa í fjósinu og svo kom rigning og vindur. Algjör dúlla. Sara Ísold veit sko alveg hver býr í fjósinu, "Kýrurnar búa þar" sagði hún mér í gær. Æ mikið sakna ég þeirra. En ég er samt ekki búin að liggja í söknuði og tárum meðan þær hafa verið í burtu. Ég er búin að nýta frítímann í sólbað, prjónaskap (sem mamma tók reyndar við, til að klára fyrir Kotmót:)) og samkomusókn og fleira mjög skemmtilegt. Ég er núna hjá Eygló og Bjössa og ætla að fara að drífa mig heim. Er búin að "hanga" of lengi á netinu. Það er svona að vera ekki með tölvu heima hjá sér. En Eygló og Bjössi eru í ferðalagi. Gott hjá þeim:) Njótið lífins, það er gjöf frá Guði:) Arnan
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Oh sæt hún Sara Ísold, kýrurnar :) Skil þig vel að hlakka til að fá þær heim!! Ég sjálf hlakka alveg rosalega til að hitta þær og knúsa :) Hafðu það gott sæta mín og takk fyrir að passa heimilið og tölvuna okkar Bjössa svona vel meðan við erum ekki heima ;) Lov U, þín uppáhalds Eygló
Skrifa ummæli