... Ég er það sem ég vil. Semsagt hamingjusöm og líður vel. Gengur vel í vinnunni og í lífinu bara almennt:) Stelpunum gengur svo rosalega vel í skólanum og leikskólanum að ég get ekki annað en verið bara alveg rosalega ánægð. Vorið að koma og mikið er það yndislegt, ég hlakka svo til að fara í útilegur í sumar með stelpurnar. Það verður svo gaman. Það er bara eitt sem skyggir á gleðina mína og það er sú staðreynd að Íris mín og fjölskylda eru að flytja til Danmerkur og Hrundin mín líka. En ég samgleðst þeim líka þessum elskum mínum þó ég muni sakna þeirra alveg hræðilega. Þá hef ég ástæðu til að kíkja í heimsókn og fá jarðaber hjá þeim og kíkja í H&M. Ekki leiðinlegt;) "Always look on the bright side of life"
Já lífið er yndislegt og góð gjöf sem um er að gera að nota og njóta þess. Mér hefur ekki alltaf liðið svona, hef glímt við ömurlegt þunglyndi sem oft hefur dregið mig ofan í djúpar ógeðslegar holur. En alltaf hef ég verið dregin þaðan uppúr af fjölskyldum og góðum vinum. Sem ég er einmitt svo þakklát Guði fyrir. Það er nefnilega ekki sjálfsagt að eiga svona góða að sem hjálpa til.
En núna er ég á Selfossi eins og eiginlega alltaf þegar ég blogga. Var í Idolpartýi í gær hjá henni Theu sætu með Hrund minni og Elvu. Alltaf gaman að hitta þær gellur. Stefnan er svo tekin á bæinn á eftir að heimsækja Eygló systur, hún ætlar að hjálpa mér að byrja á ermunum á lopapeysunni sem ég er byrjuð að prjóna. En þið sem ennþá kíkið hérna inn, eigið góðan dag og Guð geymi ykkur og munið að lífið er gjöf sem við eigum að njóta;) Elsk, elsk, Arna
3 ummæli:
Gaman að lesa frá þér færslu systir góð!!
Annars líst mér vel á að þú verðir dugleg að heimsækja okkur út ;) Allar þessar búðir sem þú vilt fara í eru í Árósum svo það verður bara stuð ;)
Sjáumst skvís og ég hlakka mikið til að sjá peysuna ;)
Bara búið að blogga...! Það líst mér vel á og gott að heyra hvað þér líður vel gullið mitt.
Ég elska þig og yndin þín öll.
Pabbi
Ég rakst á þetta blogg af algjörri tilviljun, góð tilbreyting að finna jákvæð og falleg orð á netinu. Því miður sýnist mér bloggið reyndar ekki vera virkt lengur en mig langaði bara að kvitta fyrir mig!
Dagbjört
Skrifa ummæli