mánudagur, 24. desember 2007

Aðfangadagur jóla...

.... er einmitt í dag og við syngjum saman lag. Þetta lag hlustaði ég alltaf á sem barn og oft löngu áður en hinn eini sanni aðfangadagur rann upp og rosalega var alltaf langt að bíða. En ekki núna, nú er tíðin önnur. Mér finnst nefnilega svo stutt síðan jólin voru síðast en ætli ég sé ekki bara að verða gömul... Stelpurnar mínar fengu Latabæjarnáttföt í skóinn og voru sko alveg himinlifandi, Þórey Erla sagði, "vá lababæ" algjör dúlla. En jólasveininn sem býr á Selfossi gaf mér bók í skóinn og það er bókin "Postulín" sem fjallar um hana Freyju sem er með genagalla sem veldur því að beinin brotna við minnsta pot. Ég hlakka mikið til að lesa hana.

En ég ætla ekki að hafa þetta langt, ég vildi bara svona aðeins skrifa smá og senda öllum sem ennþá kíkja hingað mínar kærustu jólakveðjur. Þeir sem eru vanir að fá frá mér jólakort fá þau milli jóla og nýárs, var voða sein en þau fóru í póst í gær:) Hafið það rosalega gott um jólin og Guð blessi ykkur nýja árið. Hátíðarkveðja, Arnan

2 ummæli:

Eygló sagði...

Gleðileg jól elsku Arna mín :) hlakka svo til að koma austur á eftir og eyða jólunum með pabba og mömmu og Hrund og ykkur mæðgunum :) Og auðvitað Bjössa ;)skemmtilegt blogg og ég kannski fæ bókina lánaðað hjá þér þegar þú klárar að lesa hana! Lov U grilljón, þín uppáhalds Eygló

Erling.... sagði...

Það er gott að eiga skemmtilegar minningar frá jólum. Sammála með tímann hann er kominn á einhverja þeytireið.
LU pabbi