fimmtudagur, 20. mars 2008

Móðursystir:):)

Ég er að fara að verða móðursystir í 4. skipti:):) Í september ætla nefnilega Eygló mín og Bjössi að eignast sitt fyrsta barn. Mikið hlakka ég til að sjá hana Eygló blómstra og fá kúlu og svo verður auðvitað æðislegt þegar krílið fæðist. Þetta er bara alveg æðislegt og frábærar fréttir sem ég er reyndar lööngu búin að frétta af:):) En mig langaði nú bara að óska þeim til hamingju hérna á veraldarvefnum:) Ég er núna stödd hjá pabba og mömmu, enn og aftur, ég veit ég er oft hérna. Það er bara svo notalegt og minna einmanalegt þegar stelpurnar eru hjá pabba sínum. Ég hef það notalegt að vanda. Var að horfa á eina og hálfa mynd með Hrund og Theu. Önnur heitir "Bug" og ég mæli sko ekki með henni. Hef aldrei horft jafn leiðinlega mynd og tilgangslausa og skrýtna. Hin heitir "Bridge to Terabithia" og hún er voða krúttleg, svona ævintýramynd, við ætlum að klára hana á morgun. En jæja, mínir ástkæru lesendur, eða sko þið 2 sem kíkið hingað, ég óska ykkur gleðilegra páska og njótið samveru við fjölskyldu og vini:) Love, love, love, Arnan

3 ummæli:

Hrafnhildur sagði...

Sæl kæra frænka mín og til hamingju með fjórfalda titilinn :)
Langaði bara að segja þér að ég kíki mjög reglulega hingað.
Mér finnst þú sko ekkert þurfa að afsaka þig fyrir að vera mikið hjá mömmu þinni og pabba! Það er óendanlega gott að eiga góða að og frábært að þú hefur það notalegt hjá þeim.
Knús og kram... Hrafnhildur

Eygló sagði...

Hæ elsku sæta systir mín :) Takk fyrir opinberu hamingjuóskirnar! :):) Þú ert æðibiti og ég hlakka til að sjá þig næst, vonandi kíkjum við Bjössi austur í dag :) Annars, hafði það roosalega gott og njóttu verunnar á Selfossi hjá pabba og mömmu! Kv. þín uppáhalds Eygló

Íris sagði...

Já, alltaf gaman þegar fjölgar í fjölskyldunni!
Hafðu það bara súper notalegt hjá mömmu og pabba og ég hlakka til að koma á sunnudaginn og hitta ykkur öll!
kv. Íris